Haldið er áfram að kenna samkvæmt námsskrá til undirbúnings almenns ökuprófs. Helstu þættir námsefnisins eru: Bíllinn og umhirða hans, mannlegi þátturinn, vegurinn og umhverfi hans, umferðarmerki, umferðarlög, vegakerfið, umferðarhegðun og akstur við mismunandi aðstæður. Unnið er markvisst að undirbúningi nemenda fyrir almennt ökupróf. Haldið er áfram með notkun á Netinu við öflun á fræðsluefni og verkefnum.

Í áfanganum eru kennd undirstöðuatriði í notkun á tölvum og upplýsingatækni. Lögð er áhersla á að nemendur læri á þau verkfæri sem notuð eru í kennslu, læri að skipuleggja sig í námi og læri að nýta sér internetið til gagnaöflunar. Nemendur fá þjálfun í algengustu verkfærum, svo sem ritvinnslu, tölvupósti og töflureikni, meðferð heimilda, geymslu gagna, myndbandsgerð og fleira. Einnig verður farið í samskiptareglur á internetinu.


Í áfanganum er lögð áhersla á forrit sem nemendur geta nýtt sér í námi og afþreyingu