Í þessum áfanga er engin kennslubók en kennsluefni fáið þið frá kennara.

Megin markmið þessa áfanga er að fræða ykkur um náttúruvísindi og fræðigreinar innan þeirra. Einnig munum við læra á flesta hluti náttúrunnar sem er okkur næst og einnig annarstaðar í heiminum. Við munum skoða líffræði, jarðfræði, efnafræði og fleiri viðfangsefni. Einnig munum við kryfja fugla og fiska, læra að spá í veður, fræðast um þau náttúrufyrirbrigði og almennt um annað sem verður á vegi okkar í þessum áfanga. 

Ég hvet alla í framhaldsdeildinni til að nota fjarveruna eða þá að tengjast mér á forritinu Teams.
Í þessum áfanga er engin kennslubók en kennsluefni fáið þið frá kennara.

Megin markmið þessa áfanga er að fræða ykkur um náttúruvísindi og fræðigreinar innan þeirra. Einnig munum við læra á flesta hluti náttúrunnar sem er okkur næst og einnig annarstaðar í heiminum. Við munum skoða líffræði, jarðfræði, efnafræði og fleiri viðfangsefni. Einnig munum við kryfja fugla og fiska, læra að spá í veður, fræðast um þau náttúrufyrirbrigði og almennt um annað sem verður á vegi okkar í þessum áfanga. 

Ég hvet alla í framhaldsdeildinni til að nota fjarveruna eða þá að tengjast mér á forritinu Teams.Farið verður ýtarlega í Lífrænu efnafræðina, þ.e. efnafræði kolefnis og kolefnissambanda. Nemendur kynnast grunnatriðum lífrænnar efnafræði s.s. helstu efnaflokkum, IUPAC-nafnakerfinu, teikningu byggingaformúla, eðlis- og efnaeiginleikum lífrænna efna, helstu hvörfum og hvernig lífræn efnafræði tengist daglega lífinu. Svigrúmablöndun kolefnis og þrívíddarbygging lífrænna sameinda. Stutt kynning verður á lífefnafræði og helstu flokkum lífefna; sykrum, lípíðum og próteinum. Helstu lífefnaferlar mannslíkamans.Í áfanganum kynnast nemendur helstu meginþáttum í jarðfræði Íslands á fjölbreyttan og lifandi hátt. Áhersla verður lögð á að setja uppruna og tilveru landsins í samhengi við landrek og landmótun af völdum hinnar eilífu baráttu innrænu og útrænu aflanna. Eins verður farið í undirstöðuatriði steinda- og bergfræði sem og kenningar um uppruna kviku, myndun mismunandi kvikugerða undir Íslandi og hvað einkennir eldvirkni við mismunandi jarðfræðilegar aðstæður. Samspili grunnvatns og jarðvarma verða einnig gerð góð skil sem og yfirborðsvatni í hvaða formi sem er. Í áfanganum verða eftirfarandi efnisþættir m.a. teknir fyrir: · Innræn og útræn öfl · Hringrás efnis · Flekarek og heitir reitir · Jarðskjálftar og brotalínur · Steindir · Kvika og storkuberg · Eldvirkni · Grunnvatn og jarðvarmi · Jöklar, vötn og vatnsföll · Verðrun, rof og setmyndun · Jarðsaga Íslands Því er oft haldið fram að það að læra nýja námsgrein sé eins og að læra nýtt tungumál. Jarðfræðin er ein þeirra greina sem, við fyrstu kynningu, er uppfull af nýjum og oft torskildum orðum. Það er því eitt meginmarkmið áfangans að nemendur verði vel læsir á jarðfræðilegan texta og öðlist góða leikni í meðferð á grundvallarflokkunarkerfum jarðfræðinnar, skilgreiningum hennar, hugtökum og ferlum.

Nemendur lesa, skoða efni um stjörnuhimininn, sólkerfið og alheiminn. Nemendur halda dagbók/glósubók um námefnið, athuganir og eigin vangaveltur. Námsefni er frá kennara, af stjörnufræðivefnum, vef nasa, og annað af alnetinu. Áfanginn er próflaus. Námsmat er í formi dagbókarskila og verkefnum yfir önnina

https://www.bing.com/videos/search?q=https%3a%2f%2fwww.youtube.com%2fwatch%3fv%3dQgo_oQednXE&docid=608020437758906286&mid=3EA5B814AAE442D6B9753EA5B814AAE442D6B975&view=detail&FORM=VIRE