Áfangi þessi verður kenndur sem svokallaður P-áfangi en í þeim áföngum eru ekki nema einn fastur tími á viku og nemendur vinna því nokkuð sjálfstætt að verkefnum sínum. 

Í áfanganum er áhersla á umhverfismál tengd Íslandi. Fjallað er um sjálfbæra auðlindanýtingu og sjálbæra þróun. Lögð verður áhersla á að nemendur skoði sjálfbæra þróun í víðu samhengi og velti fyrir sér mikilvægi umhverfismála, félagslegra þátta og efnahagslegra þátta í þessu samhengi. Sérstaða Íslands í orkumálum er skoðuð. Nemendur kynna sér innlenda orkugjafa og velta fyrir sér hvað felst í hagnýtri orkunýtingu. Nemendur skoða ólíkar gerðir vistvæns eldsneytis og velta fyrir sér kostum og göllum þeirra. Hugmyndir um vistvæna byggð verða kynnar. Fjallað verður um ólíka þætti sem hafa áhrif á hversu vistvæn byggð telst. Lögð verður áhersla á að nemendur kynni sér og vinni með umhverfismál sem eru efst á baugi hverju sinni. Í þessu samhengi er kjörið að þjálfa nemendur í að skoða umhverfismál á gagnrýninn hátt og velta fyrir sér ólíkum sjónarmiðum.

Nemendur lesa, skoða efni um stjörnuhimininn, sólkerfið og alheiminn. Nemendur halda dagbók/glósubók um námefnið, athuganir og eigin vangaveltur. Námsefni er frá kennara, af stjörnufræðivefnum, vef nasa, og annað af alnetinu. Áfanginn er próflaus. Námsmat er í formi dagbókarskila og verkefnum yfir önnina