Í áfanganum kynnast nemendur yoga, pilates og Tai chi. Æfingarnar krefjast styrks, jafnvægis, liðleika og öndunar. Nemendur fá tækifæri til þess að þjálfa þessa þætti og bæta þá.

Áfanginn er verklegur og er 80% mætingarskylda.

Í áfanganum fá nemendur kynningu á hreyfingu, útivist og áhrifum hennar á líðan þeirra. Lagt er upp úr með að nemendur kynnist nærumhverfi sínu á Snæfellsnesi.

Bókleg kennsla fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Í gegnum fyrirlestra eru gönguferðir kynntar fyrir nemendum, auk undirbúnings fyrir slíkar ferðir, fyrsta hjálp í óbyggðum, kortalestur, rötun, o.fl. Nemendur verða kynntir fyrir útivist sem einu formi af heilsurækt.

Í áfanganum verður farið í þrjár göngur, tvær styttri og eina langa (10km+). Til þess að standast áfangann þurfa nemendur að mæta í allar þrjár göngurnar og standa skil á verkefnum.