Nemendur læra að taka líkamsmál og lesa úr máltöflum. Lögð er áhersla á að þekkja helstu sniðhluta og gera einfaldar sniðbreytingar. Kennt er að leggja rétt á efni og reikna út efnisþörf. Farið er í hin ýmsu fagheiti, notkun á saumavélum, ýmsar gerðir af efnum. Unnið verður með tilbúin grunnsnið. Samhliða því er unnið að því að nemendur temji sér vönduð vinnubrögð við alla þætti ferilsins.