Í áfanganum er lögð áhersla á að gera nemendur læsa á þá þætti fjármála sem snerta hinn almenna borgara og veita nemendum grunn í stærðfræði daglegs lífs. Markmiðið er að gera nemendur kleift að taka upplýstar og ábyrgar ákvarðanir í eigin fjármálum. Fjallað verður um bankaviðskipti, sparnað, lán, notkun greiðslukorta og fleira sem snertir skuldbindingar einstaklinga. Rekstur heimilis og bíls og farið verður yfir þætti tengda launaseðli. Stærðfræði verður tengd við daglegt líf og verður lögð áhersla á prósentureikning, vaxtareining, rúmfræði og stærðfræði í leikjum.

Meginefni áfangans er þrívíð rúmfræði, með og án hnitakerfis og keilusnið

Í áfanganum eru ýmis atriði eldra námsefnis notuð við lausnir á verkefnum. Auk þess er bætt við ýmsu nýju efni og má þar nefna tvinntölur, fleiri gerðir deildajafna og frekari hagnýtingu heildareiknings.

Í áfanganum er farið yfir stofnföll og óákveðið heildi. Aðferðir við að reikna út heildi. Ákveðið heildi. Hagnýting heildarreiknings. Deildarjöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir.

Viðfangsefni áfangans eru vísis- og lograföll, markgildi og deildun algengra falla. Lögð er áhersla á að nemendur nýti þekkingu á eiginleikum falla og reiknireglur í samhengi við myndræna framsetningu.