Viðfangsefni áfangans eru vísis- og lograföll, markgildi og deildun algengra falla. Lögð er áhersla á að nemendur nýti þekkingu á eiginleikum falla og reiknireglur í samhengi við myndræna framsetningu.

Í áfanganum er farið yfir stofnföll og óákveðið heildi. Aðferðir við að reikna út heildi. Ákveðið heildi. Hagnýting heildarreiknings. Deildarjöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir.