Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í greinina kynjafræði. Viðfangsefnin eru eftir fremsta megni tengd við daglegt líf nemenda. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna kynhlutverk, klám, klámvæðingu, kynbundið ofbeldi og jafnrétti.

Áfanginn er undanfari að frekara námi í félags-og hugvísindum. Eftirfarandi félags-og hugvísindagreinar verða til umfjöllunar í áfanganum:  Félagsfræði, mannfræði, sálfræði, uppeldisfræði, stjórnmálafræði, afbrotafræði, heimspeki. Nemendur fá innsýn í viðfangsefni fræðigreinanna, aðferðafræði þeirra og helstu hugtökum. Reynt er að tengja námsefni áfangans nútímanum og daglegum veruleika nemenda. Nemendur afla upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum og læra að meta eigið vinnuframlag og annarra.

Í áfanganum er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Tengsl einstaklinga og samfélags eru skoðuð og greind í ljósi ólíkra kenninga. Í áfanganum er farið yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum og fylgja vísindalegu rannsóknarferli þar sem áhersla verður lögð á aðferðarfræðileg og siðferðisleg vandamál tengd rannsóknum í félagsvísindum. Meginmarkmið áfangans er að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á kenningum og rannsóknaraðferðum til þess að þeir verði færir um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindamanna og beita þeim í nokkru mæli.
Í áfanganum er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Tengsl einstaklinga og samfélags eru skoðuð og greind í ljósi ólíkra kenninga. Í áfanganum er farið yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum og fylgja vísindalegu rannsóknarferli þar sem áhersla verður lögð á aðferðarfræðileg og siðferðisleg vandamál tengd rannsóknum í félagsvísindum. Meginmarkmið áfangans er að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á kenningum og rannsóknaraðferðum til þess að þeir verði færir um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindamanna og beita þeim í nokkru mæli.


Í áfanganum verður farið yfir grunnatriði íþróttasálfræðinnar og þau tengd við annars vegar almenna sálfræði og hins vegar við aðrar aðstæður eins og vinnustaði, vinahópa og nám. Skoðuð eru ýmis áreiti sem hafa áhrif á getu í íþróttum fjallað um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi. Farið verður í aðferðir til að auka sjálfstraust og sjálfsmynd til að bæta árangur. Fjallað verður um þá þætti sem hafa áhrif á frammistöðu fólks í íþróttum t.d hugræna þætti og hugsun, áhugahvöt, streitu, kvíða og einbeitingu. Einnig verður fjallað um áhrif mannlegra samskipta í þjálfun einstaklinga og hópa. Í öllum atriðum verður reynt að tengja þau einnig við aðrar aðstæður ein íþróttaaðstæður s.s vinnuna, námið og vinahópinn.

Í áfanganum er fjallað um kvíða og  streitu, einkenni og áhrif á heilsu. Nemendur meta eigin streitu og skoða leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Hugtakið geðheilbrigði er skoðað svo og forvarnir í geðheilbrigðismálum. Nemendur fræðast um algengustu flokka geðrænna vandamála, orsakir þeirra tíðni, einkenni og meðferð. Nemendur öðlast innsæi og skilning á aðstæðum og aðbúnaði geðfatlaðra. Viðhorf nemenda rædd með það fyrir augum að ýta undir virðingu, skilning og umburðarlyndi í garð geðraskana. Nemendur kynna sér sögu ýmissa frægra einstaklinga sem eru þekktir fyrir að hafa náð langt þrátt fyrir að vera ekki eins og eðlilegast þykir.