Áfanginn er þverfaglegur og áhersla er lögð á jarðfræði Snæfellsness, Eyrbyggjasögu og þjóðsögur af svæðinu. Jarðfræði og íslenska mynda meginstoðir áfangans. Tengsl jarðfræði og landslags við tilurð sagna verða ígrunduð og þá er unnið með kort af ýmsu tagi, veðurfræði og sagnaminni.