Kynjafræði er þverfræðileg grein. Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í greinina kynjafræði. Viðfangsefnin eru eftir fremsta megni tengd við daglegt líf nemenda. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna kynhlutverk, klám, klámvæðingu, kynbundið ofbeldi og jafnrétti.

gend.gifgend.gif

Kynjafræði er þverfræðileg grein. Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í greinina kynjafræði. Viðfangsefnin eru eftir fremsta megni tengd við daglegt líf nemenda. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna kynhlutverk, klám, klámvæðingu, kynbundið ofbeldi og jafnrétti.

Í áfanganum er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Tengsl einstaklinga og samfélags eru skoðuð og greind í ljósi ólíkra kenninga. Í áfanganum er farið yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum og fylgja vísindalegu rannsóknarferli þar sem áhersla verður lögð á aðferðarfræðileg og siðferðisleg vandamál tengd rannsóknum í félagsvísindum. Meginmarkmið áfangans er að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á kenningum og rannsóknaraðferðum til þess að þeir verði færir um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindamanna og beita þeim í nokkru mæli.

Í áfanganum er stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni og læri að greina helstu hugmyndastrauma stjórnmálanna. Helstu stjórnmálastefnur verða kynntar og greindar út frá „vinstri-hægri“ kvarðanum og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Stjórnmál líðandi stundar verða til umfjöllunar og umræðu og reynt verður að örva nemendur til ,,pólitiskrar" vitundar um mikilvægi stjórnmálaþátttöku og að rödd þeirra og almennings heyrist. Heimildarmyndir, kvikmyndir og fréttaveitur verða nýttar til að ná fram skapandi umræðu. Loks verður fjallað sérstaklega um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka.

Áfanginn er undanfari að frekara námi í félags-og hugvísindum. Eftirfarandi félags-og hugvísindagreinar verða til umfjöllunar í áfanganum:  Félagsfræði, mannfræði, sálfræði, uppeldisfræði, stjórnmálafræði, afbrotafræði, heimspeki. Nemendur fá innsýn í viðfangsefni fræðigreinanna, aðferðafræði þeirra og helstu hugtökum. Reynt er að tengja námsefni áfangans nútímanum og daglegum veruleika nemenda. Nemendur afla upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum og læra að meta eigið vinnuframlag og annarra.

Í áfanganum verður farið yfir grunnatriði íþróttasálfræðinnar og þau tengd við annars vegar almenna sálfræði og hins vegar við aðrar aðstæður eins og vinnustaði, vinahópa og nám. Skoðuð eru ýmis áreiti sem hafa áhrif á getu í íþróttum fjallað um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi. Farið verður í aðferðir til að auka sjálfstraust og sjálfsmynd til að bæta árangur. Fjallað verður um þá þætti sem hafa áhrif á frammistöðu fólks í íþróttum t.d hugræna þætti og hugsun, áhugahvöt, streitu, kvíða og einbeitingu. Einnig verður fjallað um áhrif mannlegra samskipta í þjálfun einstaklinga og hópa. Í öllum atriðum verður reynt að tengja þau einnig við aðrar aðstæður ein íþróttaaðstæður s.s vinnuna, námið og vinahópinn.

Viðfangsefni áfangans er réttarsálfræði (forensic psychology). Réttarsálfræði er tiltölulega ný fræðigrein innan sálfræðinnar, sem fæst við árásargjarna hegðun, af hverju fólk fremur glæpi og andfélagslega hegðun og leiðir til þess að draga úr slíkri hegðun. Réttarsálfræðin er hagnýting sálfræðilegrar þekkingar í réttarfarslegum tilgangi, hvort sem hann varðar rannsóknir mála, yfirheyrslur, réttarhöld eða dóma. Áfanginn á að gefa yfirlit þessara þátta og er sérstaklega unnið með raunveruleg mál. Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í vinnslu gagna, að draga fram aðalatriði, greina dæmin og koma þeim skilningi á framfæri. Einnig er mikilvægt að nemandi geti ályktað um önnur sambærileg dæmi. Nemendur vinna bæði með mál einstaklinga, para og sérstaklega hópa sem sýna sterka frávikshegðun líkt og sértrúarsöfnuðir.

Jákvæð sálfræði er ný grein innan sálfræðinnar. Þeir sem leggja stund á hana beina athyglinni að heilbrigði, hamingju og ýmsu sem gerir daglegt líf innihaldsríkara fremur en að fást við vandamál og sjúkdóma. Áhersla er lögð á að greina hugsun, hegðun, tilfinningar og lífsstíl þeirra sem eru jákvæðir, hamingjusamir og njóta almennrar velgengni í lífinu eða á einstökum sviðum þess. Fjallað er sérstaklega um tengsl jákvæðra hugsana og jákvæðra athafna og möguleika þess að hækka hlutfall jákvæðni á kostnað neikvæðini í lífi sínu, svokallað jákvæðnihlutfall. Gerðar verða verklegar æfingar og nemendur kynnast eigin styrkleikum á kerfisbundinn hátt.

Nemendur kynnast jákvæðri sálfræði sem fræðigrein og hvernig hægt er að nýta hana í daglegu lífi.