Í áfanganum er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Tengsl einstaklinga og samfélags eru skoðuð og greind í ljósi ólíkra kenninga. Í áfanganum er farið yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum og fylgja vísindalegu rannsóknarferli þar sem áhersla verður lögð á aðferðarfræðileg og siðferðisleg vandamál tengd rannsóknum í félagsvísindum. Meginmarkmið áfangans er að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á kenningum og rannsóknaraðferðum til þess að þeir verði færir um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindamanna og beita þeim í nokkru mæli.

Í áfanganum er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Tengsl einstaklinga og samfélags eru skoðuð og greind í ljósi ólíkra kenninga. Í áfanganum er farið yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum og fylgja vísindalegu rannsóknarferli þar sem áhersla verður lögð á aðferðarfræðileg og siðferðisleg vandamál tengd rannsóknum í félagsvísindum. Meginmarkmið áfangans er að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á kenningum og rannsóknaraðferðum til þess að þeir verði færir um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindamanna og beita þeim í nokkru mæli.

Áfanginn og meginviðfangsefni hans er manneskjan sem dýrategund. Meginhluti efnisins beinist að félagslegri mannfræði og nemendur kynnast rannsóknaraðferðum og helstu umfjöllunarefnum mannfræðinga. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist mismunandi menningarheimum og fái þjálfun í að beita afstæðishyggju sem hluta af aðferðarfræði fagsins. Mannfræðin skoðar m.a. jaðarhópa og jaðarmenningu og nemendur fræðast um og rannsaka menningarhópa sem skilgreindir eru á jaðrinum. Nemendur kynna sér menningarheim og menningarsögu frumbyggja Ameríku, Nýju-Guineu og Ástralíu. Heildræn sýn mannfræðinnar á hvernig mismunandi stofnanir samfélagsins tengjast og hafa áhrif hver á aðra er höfð í forgrunni sem og hvaða hlutverki mannfræðin hefur í hnattrænu samfélagi nútímans og framtíðar. 

Velkomin í Fötlun, áföll og öldrun!

Í þessum áfanga er ekki kennslubók og því verður áfanginn mjög fjölbreyttur og ég áskil mér rétt til þess að gera breytingar á kennsluáætlun og skipulagi eftir þörfum. 

Þar sem það er ekki kennslubók þá er það hlutverk ykkar að safna saman efni sem tengjast áfanganum og hverju þema fyrir sig auk þess að skoða það efni sem ég set fyrir ykkur. 

Áfanganum munum við skipta upp þrennt eftir viðfangsefnum og taka ca 5 vikur í hvert efni. Hver hluti gildir því 30% af lokaeinkunn sem metin verður með stuttum einstaklingsverkefnum, hópverkefnum og viðtölum. 

Lokaverkefni gildir 10%

Við byrjum hvert umfangsefni á að velta fyrir hugtökum og svara spurningum sem tengjast þeim í einstaklingsverkefnum.  

Kennari: Agnes Helga Sigurðardóttir

email: agnessigurdar@gmail.com
Áfanginn er undirbúningur að námi í félagsvísindum. Áfanginn samþættir sálarfræði, félagsfræði, heimspeki, stjórnmálafræði, lögfræði, og uppeldis- og menntunarfræði og er undanfari annarra áfanga í félagsvísindum. Nemendur kynnast efni, aðferðum og grunnhugtökum fræðigreinanna. Áhersla er á að nemendur vinni með öðrum og fjalli um efnið út frá eigin forsendum og byggi á fyrri þekkingu og reynslu. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér vinnubrögð sem notuð eru í félagsvísindum. Kennsluaðferðir sem notaðar eru í áfanganum eru til dæmis umræður og verkefnavinna þar sem ýmist er um að ræða einstaklings- og hópverkefni. Reynt er að tengja námsefni áfangans sem best við raunverulegar aðstæður. Nemendur afla upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum og fá þjálfun í að meta eigið vinnuframlag og annarra.

Áfanginn fjallar um þroskaferil manneskjunnar allt frá fæðingu til grafar. Sérstaklega er tekinn fyrir þroski tilfinninga, félagslegra samskipta, hugsunar og greindar. Áhersla er lögð á þroska sjálfsmyndarinnar og hvernig hún mótast með aldrinum. Einnig verður vikið að þroskahömlum og þær skoðaðar út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Nemendur æfa sig í að skoða eigin þroska út frá mismunandi þroskakenningum og greina þá þætti sem hafa mótað þá í lífinu. Nemendur fá æfingu í að rökræða álitamál eins og barneignir táninga, fóstureyðingar eða starfslok. Mótunaráhrif fjölskyldu og vina verða skoðuð og komið inn á vandamál barna og unglinga (t.d. geðræn, tilfinningaleg, líkamleg, náms- eða hegðunarvandamál). Viðfangsefnin geta verið breytileg og mótast af áhuga nemenda.

Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í greinina kynjafræði. Viðfangsefnin eru eftir fremsta megni tengd við daglegt líf nemenda. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna kynhlutverk, klám, klámvæðingu, kynbundið ofbeldi og jafnrétti.